Kjörstaðir opnaðir á Flórída

Frá kjörstað á Flórída.
Frá kjörstað á Flórída. AFP

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í ríkinu Flórída í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna  hinn 8. nóvember. Samtals hafa um sex milljónir manna nú þegar greitt atkvæði í landinu.

Flórída er lykilríki í kosningunum og þar eru Hillary Clinton og Donald Trump í harðri baráttu.

Trump hefur farið þeysireið um ríkið og haldið fimm kosningafundi á meðan Clinton hefur einnig verið dugleg að koma fram.

Clinton er með þriggja prósentustiga forskot á Trump í Flórída, samkvæmt nýrri skoðanakönnun CBS/YouGov.

Hún hlaut 46% atkvæða í könnuninni á meðan Trump var með 43%.

„Við ætlum að vinna í hinu merka ríki Flórída og við ætlum að ná Hvíta húsinu aftur til baka,“ sagði Trump á kosningafundi í borginni Naples.

„Við verðum að fá fólk til að mæta á kjörstað. Það er það mikilvægasta sem við getum gert,“ sagði Clinton í viðtali við útvarpsstöðina WZAK í Cleveland.

Íbúar í St. Augustine á Flórída bíða eftir að kosningafundur …
Íbúar í St. Augustine á Flórída bíða eftir að kosningafundur Donalds Trump hefjist. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert