Ruddust inn í lögregluskóla í Pakistan

Pakisanski herinn á leiðinni inn í skólann.
Pakisanski herinn á leiðinni inn í skólann. AFP

Pakistanskar hersveitir reyna að hafa hendur í hári vígamanna sem ruddust inn í lögregluskóla í suðvesturhluta Pakistan. Að minnsta kosti 20 voru drepnir og tugir særðust. 

Árásin var gerð í Balochistan-lögregluskólanum, sem er um 20 kílómetrum austur af borginni Quetta.

Samkvæmt pakistanska hernum stóðu fimm til sex vígamenn að baki árásinni.

Ekki er ljóst hversu margir nemendur voru inni í byggingunni þegar hún var gerð. Samkvæmt Mir Sarfaraz Ahmed Bugti, ráðamanni í héraðinu þar sem árásin var gerð, eru þeir venjulega um 700 talsins.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert