Sprenging í byggingu í Kína

Wikipedia

Öflug sprenging varð í byggingu í borginni Yulin í norðurhluta Kína í dag með þeim afleiðingum að sjö manns létu lífið og fjölmargir slösuðust.

Fram kemur í frétt AFP að byggingar í nágrenninu hafi einnig orðið fyrir skemmdum, þar á meðal sjúkrahús. Talið er að sprenginguna megi rekja til þess að ólögleg sprengiefni hafi verið geymd í byggingunni. Björgunarsveitarmenn leita enn að fólki sem talið er að sé fast í rústunum.

Sprengingin varð um klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Samkvæmt yfirlýsingu frá yfirvöldum í borginni slösuðust að minnsta kosti 94 í sprengingunni og sjö létu lífið, sem fyrr segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert