Um 2.300 fluttir úr „Frumskóginum“

Flóttamenn yfirgáfu „Frumskóginn
Flóttamenn yfirgáfu „Frumskóginn" í dag. Hér koma nokkrir þeirra til borgarinnar Lyon. AFP

Alls voru 2.318 flóttamenn fluttir úr flóttamannabúðunum í Calais í Frakklandi í dag,  að sögn Bernarnd  Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands.

Frétt mbl.is: Byrjað að rýma flóttamannabúðirnar

Flóttamannabúðirnar eru  í daglegu tali kallaðar Jungle, eða Frumskógurinn. Um 7.000 manns hafa búið þar við ömurlegar aðstæður.

Frá flóttamannabúðunum í dag.
Frá flóttamannabúðunum í dag. AFP

Úr þessum hópi fóru „1.918 fullorðnir frá Calais um borð í 45 rútur og til 80 móttökustaða og annarra staða í 11 héruðum Frakklands,“ sagði Cazaneuve.

Fjögur hundruð börn hafa einnig verið flutt á móttökustaði innan „Frumskógarins“ þar sem þau fá viðeigandi aðstoð áður en þau verða flutt á nýjan stað.

Flóttamenn í borginni Lyon eftir rútuferðalag frá Calais.
Flóttamenn í borginni Lyon eftir rútuferðalag frá Calais. AFP
Flóttamenn koma til borgarinnar Lyon frá Calais.
Flóttamenn koma til borgarinnar Lyon frá Calais. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert