Danir þurftu að skafa í morgun

Skjáskot af vef dönsku vegagerðarinnar

Íbúar á Jótlandi þurftu að skafa rúður bíla sinna þegar þeir héldu af stað í morgun, en þetta er fyrsti dagurinn á þessum vetri sem frost mælist í Danmörku. Á Kastrup-flugvelli var tveggja stiga frost snemma í morgun.

Samkvæmt dönsku vegagerðinni fóru fyrstu saltbílarnir af stað í nótt og samkvæmt upplýsingum frá dönsku veðurstofunni má búast við því að frost verði á Jótlandi þar til í fyrramálið, þegar fer að hlýna á nýjan leik. Um helgina er spáð 13 stiga hita að deginum en fer niður í fimm gráður á næturnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert