Mengun eykur líkur á háum blóðþrýstingi

Loftmengun getur valdið hærri blóðþrýstingi, samkvæmt nýrri rannsókn.
Loftmengun getur valdið hærri blóðþrýstingi, samkvæmt nýrri rannsókn. AFP

Nálægð við loftmengun í þéttbýli í langan tíma eykur smám saman líkurnar á háum blóðþrýstingi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Alls tóku 41 þúsund borgarbúar í Evrópu þátt í rannsókninni, sem greint var frá í tímaritinu European Heart Journal.

Stöðug hávaðamengun, sérstaklega af völdum umferðar, eykur einnig líkurnar á streitu, samkvæmt rannsókninni.

Hár blóðþrýstingur eykur líkurnar á veikindum og dauðsföllum fyrir aldur fram.

Samkvæmt rannsókninni þróaði einn fullorðinn einstaklingur aukalega, af hverjum 100 einstaklingum á sama aldri, með sér háan blóðþrýsting á svæðum þar sem loftmengunin var mest, samanborið við önnur borgarsvæði þar sem mengunin var minni.

Áhættunni má líkja við það að þjást af offitu með BMI-þyngdarstuðulinn 25 til 30.

Útblástur frá bíl.
Útblástur frá bíl. AFP

Barabara Hoffman, prófessor við Heinrich-Heine-háskólann í Düsseldorf í Þýskalandi, leiddi rannsóknina og naut hún aðstoðar 32 sérfræðinga. Fylgst var með 41.071 manneskju í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og á Spáni í fimm til níu ár.

Á sama tíma voru loftgæðin rannsökuð á hverju ári á hverjum stað fyrir sig á þriggja vikna tímabili á árunum 2008 til 2011.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert