Snowden um rannsóknarblaðamennsku

Edward Snowden er búsettur í Rússlandi en hefur komið víða …
Edward Snowden er búsettur í Rússlandi en hefur komið víða við gegnum fjarfundarbúnað; veitt viðtöl og haldið fyrirlestra. AFP

Klukkan 9.30 hefst viðtal Süddeutsche Zeitung og Global Editors Network við Edward Snowden en sýnt verður beint frá viðtalinu á YouTube. Umræðuefnið er staða rannsóknarblaðamennsku í kjölfar Panamaskjalanna, en Süddeutsche Zeitung var einmitt miðillinn sem fékk skjölinn fyrst í hendurnar.

Sjálfur valdi Snowden að koma þeim gögnum sem hann komst yfir við störf sín fyrir bandarísk yfirvöld í hendur blaðamanna, þar sem hann treysti sér ekki sjálfur til að ákveða hvað ætti erindi við almenning og hvað ekki. Hann starfaði náið með blaðamönnum Guardian, Washington Post og fleiri miðla við vinnslu frétta upp úr gögnunum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert