Þrjú úr sömu fjölskyldu létust í garðinum

Þrjú þeirra sem létust í slysinu í Dreamworld skemmtigarðinum í Ástralíu tengjast nánum fjölskylduböndum. Systkinin Kate Goodchild og Luke Dorsett, 32 og 35 létust í Thunder River Rapids tækinu ásamt sambýlismanni Dorsetts, Roozbeths Araghi, 38 ára.

Auk þeirra lést CindyLow,42 ára nýsjálensk kona sem var búsett í Sydney. Tvö börn, 10 ára drengur og 12 ára gömul stúlka, sem einnig voru í bátnum sem hvolfdi, komust lífs af og segir lögreglan íQueensland að það sé kraftaverk.

AFP

Skemmtigarðinum hefur verið lokað tímabundið og stendur yfir rannsókn á því hvað olli því að bátnum, sem er tengdur við færiband, hvolfdi. 

Frétt mbl.is: Fjórir létust í skemmtigarði

KimDorsett, móðir KateGoodchild og LukeDorsett, staðfestir í viðtali viðCourier-Mail að tvö barna hennar og tengdasonur hafi látist. „Ég á þrjú börn og missti tvö þeirra í dag - fjölskylda mín hefur þurrkast út.“

AFP

Samkvæmt áströlskum fjölmiðlum eru börnin sem komust lífs af tengd þeim sem létust fjölskylduböndum. Svo virðist sem þau hafi henst út úr bátnum á meðan tvö þeirra sem létust festust í bátnum en tvö létust þegar þau hentust út úr tækinu.

BBC greinir frá því að Cindy Low hafi verið í skemmtigarðinum með eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra. Hún ákvað að fara í þennan bát með syni sínum, sem lifði af en eiginmaður hennar og dóttir fóru í næsta bát. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert