Herða eftirlit með vísindaveiðum

Andstæðingar hvalveiða mótmæla við fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Portoroz í Slóveníu.
Andstæðingar hvalveiða mótmæla við fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Portoroz í Slóveníu. AFP

Meirihluti aðildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins samþykkti á fundi sínum í Slóveníu í dag að herða eftirlit með hvalveiðum í vísindaskyni. Íslendingar, Norðmenn og Japanir kusu gegn ályktuninni, sem er engu að síður ekki lagalega bindandi fyrir aðildarríkin.

Fulltrúar Ástralíu og Nýja-Sjálands lögðu ályktunina fram og var hún samþykkt með 34 atkvæðum gegn sautján. Ályktunin kveður á um að eftirlit með vísindaveiðum verði bætt. Japanir hafa nýtt sér undanþágu frá hvalveiðibanni og veitt meira en 15.000 hvali frá árinu 1986. Alþjóðasakamáladómstóllinn komst árið 2014 að þeirri niðurstöðu að vísindaveiðar Japana væru ekki í vísindalegum tilgangi í raun og veru.

Frétt Mbl.is: Bókuðu mótmæli við hvalveiðibanni

Japönsk stjórnvöld fullyrða engu að síður að vísindaveiðar sem Japanir hafa stundað síðan þá samræmist dómi dómstólsins. Þeir báru áframhald vísindaveiða sinna í Suður-Íshafi undir vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins en biðu hins vegar ekki niðurstöðu þess áður en þeir hófu veiðarnar.

Íslendingar og Norðmenn bókuðu mótmæli gegn banni við hvalveiðum í atvinnuskyni á fundi ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert