Kölluðu eftir auknum réttindum

Gangan er sú stærsta sinnar tegundar í Asíu
Gangan er sú stærsta sinnar tegundar í Asíu AFP

Tugir þúsunda tóku þátt í Hinsegin-göngu í Taipei, höfuðborg Taívan í dag en gangan í Taipei er sú stærsta sinnar tegundar í Asíu.

Margir þeirra sem tóku þátt báru skilti þar sem þess var krafist að stjórnvöld myndu leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Taívan er frjálslyndara en flest önnur Asíulönd þegar það kemur að réttindum hinsegin fólks en þó hefur ekki tekist að samþykkja hjónabönd samkynhneigðra.

DPP flokkurinn, sem tók við stjórninni í landinu fyrir um fimm mánuðum er sagður skilningsríkur gagnvart kröfum hinsegin samfélagsins í Taívan. Margir vona að hjónabönd samkynhneigðra í landinu verði að veruleika undir stjórn flokksins. Fyrr í vikunni greindu stjórnendur hans frá áætlunum sínum þess efnis að leyfa samkynhneigðum starfsmönnum flokksins að fá sama frí til þess að fara í brúðkaupsferðir og fá brúðkaupsgjöf upp að sömu fjárhæð og gagnkynhneigðir.

„Kallið eftir hjónaböndum samkynhneigðra er sterkara núna en í fyrra,“ sagði Corinne Chiang í samtali við blaðamann BBC í Taipei. „Við vonum að það verði samþykkt sem fyrst svo að barnið okkar geti löglega átt tvær mömmur.“

Forseti Taívans, Tsai Ing-wen hefur sagst styðja hjónabönd samkynhneigðra og verður málið rætt á þingi landsins fljótlega. Ef það verður samþykkt verður Taívan fyrsta Asíuríkið til þess að gera hjónabönd samkynhneigðra lögleg.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert