700 metra frá Mosúl

Ekki er langt í að ráðist verði inn í borgina …
Ekki er langt í að ráðist verði inn í borgina Mosúl. AFP

Íraskar hersveitir nálgast borgina Mosúl óðfluga og eru að undirbúa innrás. Að sögn hershöfðingjans Muntadhar Salem munu þær eig eftir 700 metra til borgarinnar í kvöld ef allt gengur eftir.

Tvö ár eru liðin síðan Íraksher missti borgina í hendur liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.

Að sögn Salem hefur herinn endurheimt bæinn Bazwaya sem var á valdi Ríkis íslams en hann er  rétt austan við Mosúl.

Salem og félagar voru þeir síðustu til að hörfa á brott frá Mosúl þegar Ríki íslams náði völdum í borginni 10. júní 2014 og leggja þeir áherslu á að vera fyrstir inn í borgina á nýjan leik, stoltsins vegna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert