Sex látnir eftir sveðjuárás

Ofbeldisverk eru tíð í Austur-Kongó.
Ofbeldisverk eru tíð í Austur-Kongó. AFP

Sex íbúar í þorpinu Kitevya í austurhluta Austur-Kongó létust í árásum úgandskra íslamista á mánudag. Árásarmennirnir voru liðsmenn samtakanna ADF og beittu sveðjum á fórnarlömb sín; tvo menn og fjórar konur.

Talið er að um 700 hafi látist í áþekkum árásum á svæðinu frá því í október 2014. Stjórnvöld í Austur-Kongó og sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í landinu segja ADF ábyrg fyrir blóðsúthellingunum, en samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1989 og höfðu það að markmiði að koma úgandska forsetanum Yoweri Museveni frá völdum.

Síðan þá hafa aðrir uppreisnarhópar gengið til liðs við ADF en samtökin hófu að herja á íbúa árið 1995. Í kjölfar þess að úgandski herinn neyddi uppreisnarmennina til að hörfa vestur færðist áhrifasvæði þeirra til Austur-Kongó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert