Stúlkur ákærðar fyrir samkynhneigð

Frá Marokkó.
Frá Marokkó. AFP

Stjórnvöld í Marokkó hafa ákært tvær unglingsstúlkur fyrir samkynhneigð en þær eru sakaðar um að hafa verið að kyssast þegar komið var að þeim. Stúlkurnar, Sanaa 16 ára og Hajar 17 ára, eru í haldi lögreglu í borginni Marrakesh að sögn mannréttindasamtaka.

Fram kemur í fréttinni að stúlkurnar hafi samkvæmt ákærunni verið gripnar á húsþaki á fimmtudaginn þar sem þær hafi verið að kyssast. Mynd náðist af þeim sem send var fjölskyldu þeirra sem kom henni áfram til lögreglunnar. Stúlkurnar voru handteknar samdægurs.

Stúlkurnar koma fyrir dómara á föstudaginn en þær eru ákærðar fyrir ónáttúrulega hegðun með einstaklingi af sama kyni eins og það er orðað. Mannréttindasamtök hafa útvegað stúlkunum lögmann. Þær eiga yfir höfði sér fangelsi í allt að þrjú ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert