Kaus undir bauli viðstaddra

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, greiddi atkvæði sitt undir kraftmiklu bauli viðstaddra í New York í dag, en allar líkur eru taldar á því að kjósendur ríkisins velji andstæðing hans, Hillary Clinton, í kosningunum í dag.

„New York hatar þig!“ heyrðist enda kallað frá kjósendum sem einnig voru þar staddir til að greiða sín atkvæði. Einhverjir, og þar á meðal nokkrir byggingarverkamenn við vinnu neðar í götunni, klöppuðu þó fyrir Trump.

Frétt mbl.is: Trump búinn að greiða atkvæði

Frambjóðandinn biður almenning að halda áfram að kjósa í síðasta tísti sínu, og segir kosningarnar langt frá því að vera búnar. Reynir hann nú að tryggja sér atkvæði á elleftu stundu í ýmsum barátturíkjum, einkum í því stærsta, Flórída.

Án þess verður erfitt fyrir hann að komast í stól forseta.

Fréttavefur mbl.is fylgist með og greinir frá úrslitum kosninganna næsta sólarhringinn.

Sjá umfjöllun mbl.is í beinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert