Frakklandsforseti hringir í Trump

Francois Hollande forseti Frakklands.
Francois Hollande forseti Frakklands. AFP

Forseti Frakklands, Francois Hollande, ætlar að ræða við Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, síðar í dag. „Við verðum að eiga hreinskiptin samskipti þar sem við greinum frá og útskýrum afstöðu okkar,“ sagði Hollande við sjónvarsstöðina France 2. 

Hollande gaf ekki frekar upp um efni væntanlegs símtals. Líklegt er talið að Parísarsamkomulagið muni bera á góma. Par­ís­ar­sam­komu­lagið um ástand lofts­lags jarðar er talið vera í upp­námi eftir að Trump var kjör­inn for­seti.

Samn­ing­ur­inn sem gerður var í París fyrir ári á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna tók gildi fyrir fáeinum vikum eftir að þau lönd sem bera sam­an­lagða ábyrgð á 55 pró­sent af útblæstri höfðu inn­leitt samn­ing­inn.

Frétt mbl.is: Hundruð vís­inda­manna for­dæma Trump

Frétt mbl.is: Trump ætl­ar að end­ur­semja um lofts­lags­mál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert