Mótmælt annað kvöldið í röð

AFP

Mótmælt var víða í Bandaríkjunum í gærkvöldi vegna kjörs Donalds Trumps í embætti forseta en mótmælin voru mun fámennari nú en kvöldið áður.

Samkvæmt frétt BBC voru það einkum ungmenni sem tóku þátt í gærkvöldi en þau segja að með Trump sem forseta eigi gjáin milli kynþátta og kynja eftir að stækka í Bandaríkjunum. 

Trump er greinilega kominn úr Twitter-banni því hann svaraði mótmælendum þar með því að segja að honum fyndist mótmælin ósanngjörn. 

Mótmælendur komu saman í borgum eins og Philadelphia, Baltimore, Portland, Dallas, Salt Lake Cityí í Utah og Grand Rapids, Michigan.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert