Segir Michelle Obama vera apa á hælum

Melania Trump og Michelle Obama.
Melania Trump og Michelle Obama. AFP

Hatursummæli um forsetafrú Bandaríkjanna,  Michelle Obama, á Facebook, rituð af konu sem stýrir samtökum sem þiggja fé úr sjóðum hins opinbera, og veita stuðning við eldra fólk, hafa vakið mikla athygli. Þar er forsetafrúnni líkt við apa á hælum.

Færslan um Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna.
Færslan um Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna. Skjáskot af WSAZ

Pamela Ramsey Taylor, sem stýrir góðgerðarsamtökum í Clay sýslu í Vestur-Virginíu, skrifar á Facebook að það verði hressandi að fá siðfágaða, fallega og virðulega forsetafrú í Hvíta húsið. Hún sé búin að fá nóg af því að sjá þar apa á hælum.

Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump.
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump. AFP

Bæjarstjóranum í heimabæ Taylors, Beverly Whaling, svarar að bragði: Þú bjargar deginum Pam. Alls býr 491 íbúi í Clay og enginn þeirra er svartur á hörund. Í Clay-sýslu eru yfir 98% þeirra níu þúsund sem þar búa, hvítir. 

 Þrátt fyrir fámenni fór færslan víða, bæði innanlands sem utan og hafa yfir 85 þúsund manns skrifað undir áskorun um að konunum báðum, Tayor og Whaling, verði vikið úr starfi.

Barack Obama og Michelle Obama.
Barack Obama og Michelle Obama. AFP

Washington Post greinir frá því að Taylor hafi verið vikið úr starfi í gær og hún íhugar að höfða meiðyrðamál.

Taylor segir í viðtali við WSAZ, sem fyrst greindi frá færslunni, að hún hafi vitað að færslan gæti þýtt að hún yrði stimpluð sem rasisti en hún væri það alls ekki. Hún væri bara að lýsa persónulegri skoðun sinni og húðlitur viðkomandi skipti þar engu.

Whaling segir að ummæli hennar hafi alls ekki verið rasismi og biðst afsökunar á því að ummælin hafi gengið of langt. Hún hafi bara átt við að hún fagnaði breytingum í Hvíta húsinu. 

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, fékk 68,7% atkvæða í Vestur-Virginíu.

Frétt BBC

Frétt Washington Post

Frétt WSAZ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert