Ísraelsher drap 4 vígamenn

Black Hawk-þyrla Ísraelshers.
Black Hawk-þyrla Ísraelshers. AFP

Ísraelsher drap fjóra félaga í vígasamtökunum Ríki íslams sem skutu á hermennina á Gólanhæðum á landamærum Sýrlands í morgun, að sögn talsmanns hersins.

Ísraelar hernámu hæðirnar í sex daga stríðinu 1967 en þær þóttu þá afar mikilvægar. Annars vegar vegna þess að þaðan var auðvelt að skjóta á byggðir í Ísrael en einnig vegna þess að hægt var að nota þær sem stökkpall til árása á höfuðborg Sýrlands, Damaskus, ef aftur kæmi til stríðs við sameinaða heri arabaríkjanna.

Talsmaður Ísraelshers, Peter Lerner, segir í samtali við AFP-fréttastofuna að ráðist hafi verið á hermennina og árásinni hafi ekki linnt fyrr en herinn gerði loftárás á bifreið byssumannanna sem voru félagar í samtökunum Shuhada al-Yarmouk, sem eru systursamtök Ríkis íslams. Lerner segir að hermennirnir hafi verið á svæði sem er undir stjórn Ísraels. 

Gólanhæðir.
Gólanhæðir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert