40% HIV-smitaðra vita ekki af því

Kona í Suður-Afríku í prófi fyrir HIV-veiru.
Kona í Suður-Afríku í prófi fyrir HIV-veiru. AFP

Um 40% þeirra sem eru með HIV-veiruna vita ekki af því. Auka þarf aðgengi að einföldu prófi sem fólk getur notað sjálft heima hjá sér til að kanna hvort það er með veiruna, segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. 

Talið er að árið 2015 hafi 14 milljónir manna um allan heim ekki vitað af því að þeir eru með HIV-veiruna.

Einstaklingar þurfa að fara í próf svo unnt sé að reyna að stemma stigu við útbreiðslu HIV-veirunnar og fá viðeigandi meðferð, samkvæmt stofnuninni. Yfir 80% sem hafa greinst með HIV-veiru fá viðeigandi meðferð. Það er samt sem áður einungis minna en helmingur af þeim 36,7 milljónum manna sem eru með vírusinn. 

Niðurstöður úr einföldu prófi sem hægt er að gera sjálfur fást á innan við 20 mínútum. Annað hvort er munnvatnssýni notað eða lítill blóðdropi úr fingri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert