Aldrei meiri neyð fyrir jólin

Jólamarkaður í Kaupmannahöfn.
Jólamarkaður í Kaupmannahöfn. Visit Denmark.

Mikil fjölgun hefur orðið í hópi þeirra fjölskyldna í Danmörku sem hafa ekki ráð á því að halda upp á jólin, samkvæmt tilkynningu frá hjálparsamtökunum Dansk Folkehjælp.

Samtökin segja að yfir 20 þúsund fjölskyldur hafi óskað eftir fjárhagsaðstoð fyrir jólin og 14 þúsund hafi óskað eftir enn frekari aðstoð og er von á því að fleiri umsóknir eigi eftir að berast á næstu dögum.

Í fyrra sóttu 7.300 fjölskyldur um aðstoð í Danmörku og er aukningin á milli ára að stefna í 85%. Segja hjálparsamtökin að aldrei áður hafi neyðin verið jafnmikil.

„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt áður. Það kemur okkur á óvart hversu margar umsóknir hafi þegar borist og við munum fá fleiri fyrir 1. desember þegar umsóknarfresturinn rennur út,“ segir Klaus Nørlem í fréttatilkynningu. Hann segir ljóst að það séu litlar líkur á að hægt verði að veita öllum aðstoð sem þess óska.

Vefur Dansk folkehjælp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert