Ellefu börn fórust í eldsvoða

Mikill eldur braust út í byggingunni.
Mikill eldur braust út í byggingunni. AFP

Ellefu börn voru á meðal þeirra tólf sem fórust í eldsvoða á skólavist í borginni Adana í suðurhluta Tyrklands.

„12 lík fundust og 22 særðir voru fluttir á sjúkrahús,“ sagði háttsettur embættismaður í Adana.

Alls bjuggu 34 nemendur á aldrinum 11 til 19 ára í byggingunni, sem er þriggja hæða. Hún varð alelda og börðust slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum eldsins.

Einhverjir særðust þegar þeir stukku út um glugga til að flýja undan eldinum.

Stúlka sem slasaðist í eldsvoðanum.
Stúlka sem slasaðist í eldsvoðanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert