Carlsen yfir í einvíginu

Karjakin og Carlsen við upphaf bráðabanans í New York í …
Karjakin og Carlsen við upphaf bráðabanans í New York í kvöld. AFP

Norðmaðurinn Magnus Carlsen vann þriðju atskákina í bráðabana heimsmeistaraeinvígisins í skák í New  York í kvöld og þarf jafntefli í síðustu atskákinni til að halda heimsmeistaratitli sínum.

Carlsen hefur teflt mun betur í kvöld en Rússinn Sergei Karjakin. Fyrstu skákinni í kvöld lauk með jafntefli en í  annarri skákinni var Carlsen með unna stöðu en Karjakin tókst að ná jafntefli. Í þeirri þriðju, þar sem Carlsen hafði svart, var staðan jafnteflisleg þegar Karjakin lék af sér manni í miklu tímahraki og gafst upp.

Sigurskákin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert