Buzz Aldrin á batavegi

Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið.
Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið. AFP

Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er á batavegi á sjúkrahúsi á Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið fluttur þangað í skyndi frá Suðurskautslandinu þar sem hann veiktist.  

Frétt mbl.is: Tunglfari veiktist á suðurpólnum

Aldrin, sem er 86 ára, var í ferðalagi með hópi ferðamanna þegar hann var fluttur í Suðurskautsrannsóknastöð Bandaríkjanna. Þaðan var hann fluttur á sjúkrahúsið á Nýja-Sjálandi.

„Hann er með vökva í lungunum en hefur brugðist vel við sýklalyfjum. Hann verður hér í nótt þar sem rannsóknir verða gerðar,“ sagði á vefsíðu Aldrin.

„Ástand hans er stöðugt og umboðsmaður hans, sem er staddur á sjúkrahúsinu hjá honum, segir hann vera í góðu ásigkomulagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert