Flugleyfið afturkallað

Brak flugvélarinnar sem hrapaði í Kólumbíu.
Brak flugvélarinnar sem hrapaði í Kólumbíu. AFP

Flugleyfi bólivíska flugfélagsins LAMIA, sem starfrækti farþegavélina sem brotlenti í Kólumbíu með þeim afleiðingum að 71 manneskja fórst, hefur verið afturkallað.

Stjórnvöld í Bólivíu tóku þessa ákvörðun og gildir hún meðan á rannsókn á starfsemi flugfélagsins stendur.

Yfirmenn flugfélagsins hafa einnig verið leystir frá störfum meðan á rannsókninni stendur.

Komið hefur í ljós að ekki var nægt eldsneyti á vélinni til að lenda henni á áfangastað.

Meirihluti brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense fórst í slysinu.

LAIMA hefur sérhæft sig í að fljúga með suður-amerísk knattspyrnulið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert