Mattis sagður næsti varnarmálaráðherra

Donald Trump ásamt James Mattis.
Donald Trump ásamt James Mattis. AFP

Reiknað er með því að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, skipi James N. Mattis sem varnarmálaráðherra landsins.

Mattis er fyrrverandi herforingi hjá bandaríska landgönguliðinu.

Til að Mattis geti tekið við stöðunni þarf að leggja fram lagafrumvarp sen sneiðir hjá bandarískum lögum sem kveða á um að þeir sem hafa sinnt skyldustörfum í hernum síðustu sjö ár megi ekki gegna embætti varnarmálaráðherra, samkvæmt heimildum The Washington Post.  

Þetta var síðast gert árið 1950 þegar George C. Marshall tók við embættinu.  

Búist er við því að tilkynnt verði um ráðningu Mattis í næstu viku. Upplýsingafulltrúi Trumps segir að ekkert hafi verið ákveðið varðandi stöðu varnarmálaráðherra. 

Mattis, sem er 66 ára, hætti störfum árið 2013 eftir rúmlega 40 ára starf. Hann þótti standa sig vel í Íraksstríðinu, sérstaklega í bardaganum um Fallujah árið 2004. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert