Virkilega snotur endir hjá Carlsen

Magnus Carlsen fagnaði sigrinum vel og innilega í gærkvöldi.
Magnus Carlsen fagnaði sigrinum vel og innilega í gærkvöldi. AFP

„Mér fannst þetta mjög öruggt hjá Magnusi í gær. Hann var greinilega sterkari aðilinn, mun meira sannfærandi en í sjálfu langa einvíginu,“ sagði Íslandsmeistarinn í skák, Jóhann Hjartarson, í samtali við mbl.is.

Normaðurinn Magn­us Carlsen varði heims­meist­ara­titil sinn í skák þegar hann lagði Rúss­ann Ser­gei Kar­jak­in í bráðabana í heims­meist­ara­ein­vígi í gærkvöldi. Skák­menn­irn­ir voru jafn­ir að loknu 12 skáka ein­vígi og háðu því bráðabana um sig­ur­inn í gær. 

Frétt mbl.is: Carlsen heimsmeistari í skák

„Lokin í síðustu skákinni voru stórglæsileg hjá Magnusi, alveg virkilega falleg,“ sagði Jóhann en Karjakin var kominn í mikla tímaþröng og varð því að taka áhættu. Carlsen fórnaði drottningunni í lokin en mátaði Karjakin í næsta leik. „Það var afskaplega snoturt.“

Norðmenn eru ánægðir með sinn mann.
Norðmenn eru ánægðir með sinn mann. AFP

Carlsen, sem varð 26 ára í gær, varð heims­meist­ari árið 2013 þegar hann vann Ind­verj­ann Visw­an­ath­an Anand í ein­vígi. Carlsen varði titil­inn ári síðar í öðru ein­vígi við Anand. Hann hef­ur einnig orðið heims­meist­ari í at­skák og hraðskák.

Jóhanni fannst norski heimsmeistarinn eiga í talsverðum vandræðum í sjálfu einvíginu. „Hann klúðraði vinningsstöðum bæði í þriðju og fjórðu skákinni, sem hann gerir mjög sjaldan og var greinilega pirraður og illa einbeittur. Þetta er langerfiðasta heimsmeistaraeinvígið sem hann hefur teflt,“ sagði Jóhann um hinn 26 ára þrefalda heimsmeistara.

Karjakin gat leyft sér að brosa út í annað á …
Karjakin gat leyft sér að brosa út í annað á blaðamannafundi að einvíginu loknu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert