Danir leggja fram kæru gegn Uber

Uber á ekki upp á pallborðið hjá dönskum yfirvöldum sem …
Uber á ekki upp á pallborðið hjá dönskum yfirvöldum sem segja þjónustuna brjóta í bága við lög um leigubíla. AFP

Embætti saksóknara í Danmörku lagði í dag fram kæru kæru gegn hollensku dótturfyrirtæki bandarísku Uber leigubílaþjónustunnar fyrir að standa að ólöglegri starfsemi í Danmörku.

Danskur dómstóll staðfesti í síðasta mánuði ákæru þar sem einn af ökumönnum Uber, var sektaður um 6.000 danskar krónur eða tæpar 100.000 krónur fyrir að bjóða upp á þjónustu sem brjóti í bága við dönsk lög.

 „Nú er búið að staðfesta að ökumennirnir brjóta gegn löggjöf um leigubíla, sagði í yfirlýsingu frá  saksóknaranum Vibeke Thorkil-Jensen. „Þess vegna höfum við ákært fyrirtækið...fyrir að vera samsekt um þessi lagabrot.“ Vill saksóknari sekta dótturfyrirtækið, sem sér um rekstur Uber í Evrópu, um andvirði 480.000 kr., sem samsvaraði til 160.000 króna fyrir hverja þeirra ökuferða sem málið tók til.

Uber tengir ökumenn við farþega með sérstöku leigubílaforriti. Farþegarnir greiða Uber síðan fyrir ferðina og fyrirtækið sendir greiðsluna svo áfram til ökumannanna.

Uber lagði fram kvörtun hjá Evrópusambandinu í ágúst vegna lagasetningar í Ungverjalandi, sem kom í veg fyrir að fyrirtækið gæti starfað þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert