Nýr forseti Gambíu

Yahya Jammeh, einræðisherra Gambíu.
Yahya Jammeh, einræðisherra Gambíu. Mynd/Wikipedia

Núverandi forseti Gambíu, Yahya Jammeh, var ekki endurkjörinn forseti landsins. Samkvæmt kosningastjórn landsins hlaut frambjóðandinn Adam Barrow 45,54% atkvæða í forsetakosningum en Jammeh 36,6%. 

Þriðji frambjóðandinn, Mama Kendeh, hlaut 17.8%. 

Jammeh er fimm­tug­ur fyrr­um her­for­ingi og glímukappi. Hann hef­ur stjórnað land­inu harðri hendi frá því hann komst til valda í upp­reisn árið 1994. Hann rækt­ar dulúðuga ímynd holls múslima og sést oft halda á kór­an­in­um eða bæna­perl­um.

Flestir íbúar í Gambíu búa við sára fá­tækt. Gambía er eitt af þeim ríkju í Afríku sem banna með lögum samkynhneigð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert