Vara við bílasprengjum í Evrópu

Fórnarlömb tilræða árásanna í París í fyrra flutt á brott. …
Fórnarlömb tilræða árásanna í París í fyrra flutt á brott. Europol segir hryðjuverkamennina upphaflega hafa ætlað að beita bílasprengjum. mbl.is/afp

Hryðjuverkasamtök á borð við Ríki íslams eru að þróa og breyta þeim aðferðum sem þau beita gegn almennum borgurum í Evrópu. Europol varaði í dag við mögulegri notkun samtakanna á bílasprengjum.

Þeir hryðjuverkamenn sem aðhyllast heilagt stríð (jihadist) eru ekki enn farnir að beita bílasprengjum líkt og algengt er í Sýrlandi og Írak.  Europol varar í skýrslu sem gefin var út í dag við að svo geti þó farið, þar sem þær aðferðir sem njóta vinsælda í Miðausturlöndum séu iðulega teknar upp af hryðjuverkamönnum í Evrópu. Það sé því „vel trúanlegt að hryðjuverkahópar muni beita þessar aðferð á einhverjum tímapunkti,“ segir í skýrslunni.    

Hóparnir sem stóðu að árásunum í París í fyrra og í Brussel í mars eru sagðir hafa ætlað að beita slíkum aðferðum, allt þar til aðgerðir lögreglu neyddu þá til að breyta áætlunum sínum

Skýrslan fjallar um þær aðferðir og skipulag sem Ríki íslams beitir. Þá er lýsa sérfræðingar Europol einnig yfir áhyggjum að ástand mála í Líbýu. Óttast þeir að landið geti orðið að samskonar stökkpalli fyrir hryðjuverkamenn, og Sýrland hefur verið fyrir árásir á ríki ESB. Mikil óöld og pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Líbýu allt frá því að einræðisherranum Muamm­ar Gaddafi var varpað af stóli fyrir fimm árum.

„Sérfræðingar búast við að Ríki íslams muni byrja að skipuleggja og leggja út árásir frá Líbýu ef núverandi áherslur samtakanna, sem byggjast á því að hernema land, breytast,“ segir í skýrslunni.

Lögregluyfirvöld í Evrópu handtóku í fyrra 667 einstaklinga vegna gruns um tengsl við hryðjuverkasamtök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert