Vilja koma í veg fyrir endurtalningu

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. AFP

Stuðningsmenn og lögfræðingar Donalds Trumps, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, auk háttsettra embættismanna ætla að koma í veg fyrir að endurtalning fari fram í ríkjunum Wisconsin, Michigan og Pennsylvaníu.

Jill Stein, forsetaframbjóðandi Græningja, fór fram á endurtalninguna. Hún nýtur einnig stuðnings úr átt stuðningsmanna Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta fyrir Demókrataflokkinn.

Þrátt fyrir að fáir eigi von á því að niðurstaða forsetakosninganna breytist þá hefur Trump haldið því fram að endurtalningin sé „fáránleg“ og „tímasóun“.

Talningu þarf að vera lokið 13. desember, sem er sá lokadagur sem alríkisyfirvöld gefa varðandi endurtalningu atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert