Enn deilt um fjárlagafrumvarpið

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

Enn reyna leiðtogar stjórnarflokkanna í Noregi að afla fjárlagafrumvarpi næsta árs meirihlutafylgis á þingi. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn eru í ríkisstjórn og hafa fram að þessu notið stuðning Vinstriflokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa ekki viljað styðja fjárlagfrumvarpið í núverandi mynd. 

Í dag ræddi Erna Solberg, forsætisráðherra og leiðtogi Hægriflokksins, við Knut Arild Hareide, formann Kristilega þjóðarflokksins. Hann vildi ekkert gefa upp við fjölmiðla um hvernig staðan er. Krísufundir hafa verið haldnir í vikunni þar sem Erna Solberg og Siv Jensen, fjármálaráðherra og leiðtogi Framfaraflokksins, hafa reynt hvað þær geta til að fá samþykki hjá hinum flokkunum fyrir frumvarpinu án árangurs.

Þær eru sagðar vera tilbúnar að breyta frumvarpinu talsvert til að afla því brautargengis. 

Tíminn sem flokkarnir hafa til umráða til að fá frumvarpið samþykkt styttist eða 48 klukkustundir. Ef ekki verður búið að samþykkja fjárlagafrumvarpið á mánudaginn verður lögð fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina.  

Samkvæmt heimildum norska ríkissjónvarpsins stranda viðræðurnar á 7 milljörðum norskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert