Fjölmennustu mótmælin

Mótmælendur báru kyndla og gengu að bústað forsetans.
Mótmælendur báru kyndla og gengu að bústað forsetans. AFP

Mörg hundruð þúsund manns komu saman í dag til að mótmæla í miðborg Seoul, höfuðborg Suður-Kór­eu. Er þetta sjötta vik­an sem mót­mæl­end­ur koma sam­an til að lýsa óánægju sinni með Park Geun-hye, for­seta lands­ins.

AFP segir þetta vera fjölmennustu mótmælin fram að þessu. Hluti mótmælendanna lagði leið sína að heimili Park og bar logandi kyndla og krafðist þess að hún segði af sér og yrði fangelsuð fyrir spillingu. Ásak­an­ir um spill­ingu hafa skyggt á for­setatíð Park, sem er sökuð um að leyfa nán­um vini að nýta sér tengsl sín til að hafa áhrif á stjórn rík­is­ins.

Frétt mbl.is: Hundruð þúsunda mót­mæla for­seta S-Kór­eu

Lögreglan og talsmenn mótmælenda er ekki sammála um fjölda mótmælenda. Skipuleggjendur segja að þeir hafi verið 1,6 milljón en lögreglan segir þá vera um 320 þúsund. Lögreglan hefur hingað til alltaf sagt fjölda mótmælenda vera mun lægri en talsmenn mótmælanna segja þá vera. 

Samkvæmt AFP eru þetta fjöl­menn­ustu lang­vinnu mót­mæli sem efnt hef­ur verið til í land­inu, frá því árið 1987 þegar þess var kraf­ist að Suður-Kórea yrði lýðræðis­ríki.

Mótmælin eru ekki eingöngu bundin við borgina Seoul heldur eru einnig um 40 þúsund manns í borginni Daeg samankomin til að mótmæla forsetanum. 

Ásak­an­ir um spill­ingu hafa skyggt á for­setatíð Park, sem er sökuð um að leyfa nán­um vini að nýta sér tengsl sín til að hafa áhrif á stjórn rík­is­ins.

Sjónarandstöðuflokkar í landinu vilja ákæra hana fyrir brot í starfi. Á föstudaginn næsta kemur í ljós hvort það verði samþykkt. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að svo verði.

Lögregla segir 320 þúsund mótmælendur vera í borginni Seoul en …
Lögregla segir 320 þúsund mótmælendur vera í borginni Seoul en talsmenn mótmælenda segja um 1,6 milljónir manns vera á götum úti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert