Níu fórust í eldsvoða og 13 saknað

Að minnsta kosti níu fórust og 13 er enn saknað eftir að eldur braust út á skemmtistað í Oakland í Kaliforníu. Að minnsta kosti um 100 manns eru taldir hafa verið á annarri hæð skemmtistaðarins þegar eldurinn braust út. Daily Mail greinir frá. 

„Við erum enn að leita í húsnæðinu því við vitum ekki hversu margir eru mögulega á svæðinu,“ segir Teresa Deloche-Reed, slökkviliðsstjóri í Oakland í Kaliforníu. Hvorki vatnsúðakerfi var í húsnæðinu né virkir reykskynjarar. Eldur var á þremur stöðum í húsnæðinu þegar slökkvistarf hófst.

Tónlistarmaðurinn Golden Donna hélt tónleika á skemmtistaðnum sem er vöruskemma. 

Hér er fréttin í heild sinni.

Eldurinn var á þremur stöðum í húsnæðinu.
Eldurinn var á þremur stöðum í húsnæðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert