Samkomulagi náð í Noregi

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

Leiðtogum stjórnarflokkanna í Noregi hefur tekist að afla fjárlagafrumvarpi næsta árs meirihlutafylgis á þinginu.

Ríkisstjórnin stóð tæpt vegna málsins en tekist hefur með naumindum að koma í veg fyrir fall hennar með því að ná meirihlutafylginu.

Gert var samkomulag sem felur í sér að um 80 milljarða króna aukaframlagi verður veitt til loftslags- og umhverfismála, málefna fjölskyldna, menntunar, rannsókna og samgöngumála, samkvæmt norskum fjölmiðlum en bæði Aftenposten og Verdens Gang hafa fjallað um málið.

Frétt mbl.is: Enn deilt um fjárlagafrumvarpið

Krísu­fund­ir voru haldn­ir í vik­unni þar sem Erna Sol­berg, forsætisráðherra Noregs, og Siv Jen­sen, fjár­málaráðherra og leiðtogi Fram­fara­flokks­ins, reyndu hvað þær gátu til að fá samþykki hjá hinum flokk­un­um fyr­ir frum­varp­inu án ár­ang­urs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert