Víðtæk leit að árásarmönnunum

Sænska lögreglan leitar að árásarmönnum. Mynd úr safni.
Sænska lögreglan leitar að árásarmönnum. Mynd úr safni. AFP

Víðtæk leit stendur enn yfir í Svíþjóð að tveimur eða þremur mönnum, sem réðust í gærkvöld inn á kaffihús í Rinkeby í norðvesturhluta Stokkhólms og skutu tvo menn til bana. Sá þriðji varð einnig fyrir skoti en hann er ekki talinn lífshættulega slasaður. Árásarmennirnir eru sagðir hafa komist undan í hvítum bíl.

Frétt mbl.is: Tveir skotn­ir til bana í Stokk­hólmi

Árásarmennirnir eru á aldrinum 20 - 25 ára. Hinir látnu eru bræður og annar þeirra varð fyrir skoti í höfuðið, samkvæmt heimildum Aftonbladet. Þriðji maðurinn var skotinn í fótinn og er ekki talinn lífshættulega slasaður. Hann komst á sjúkrahúsið á bíl í einkaeigu en ekki með sjúkrabíl. Sjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur staðfest þetta. 

Aðsúgur var gerður að lögreglu þegar hún var að störfum á staðnum í gærkvöldi. Fjöldi fólks dreif að og köstuðu sumir grjóti og öðru lauslegu. 

Haft er eftir lögreglumanninum Mats Eriksson að lögreglan vinni með ákveðna kenningu um atburðinn. Mats vildi ekki gefa neitt upp eins og sakir standa. Hann bendir á að lögreglan hvetur fólk til að hafa sam­band hafi það upp­lýs­ing­ar sem geti aðstoðað lög­reglu við rann­sókn­ina.

Hér má sjá umfjöllun sænska ríkisútvarpsins svt og hér Aftonbladet

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert