„Biðjið fyrir okkur“

Bana Alabed hefur vakið mikla athygli á Twitter.
Bana Alabed hefur vakið mikla athygli á Twitter. Skjáskot/BBC

Hin sjö ára gamla Bana Ala­bed, sem hef­ur vakið at­hygli fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðlanot­enda fyr­ir lýs­ing­ar sín­ar á líf­inu í aust­ur­hluta Al­eppo á umsát­urs­tím­um á Twitter, er fundin heil á húfi, samkvæmt BBC.

Ala­bed hef­ur verið bú­sett í aust­ur­hluta Al­eppo ásamt fjöl­skyldu sinni, en íbú­ar þar hafa lifað við umsát­urs­ástand und­an­farið miss­eri. Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur sýr­lenski stjórn­ar­her­inn staðið fyr­ir hörðum árás­um á borg­ar­hlut­ann sem hann reyn­ir að ná á sitt vald úr hönd­um upp­reisn­ar­manna.

Alabed hvarf af samfélagsmiðlum í gær eftir að sýr­lenski stjórn­ar­her­inn tók yfir enn fleiri hverfi í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Leita stúlkunnar sem tísti frá Aleppo

Um 160.000 eru fylgjendur hennar á Twitter en bæði Alabed og móðir hennar, Fatemah, tjá sig þar og lýsa aðstæðum í stríðinu í Sýrlandi. Fjöldi fólks hefur lýst yfir áhyggjum af öryggi mæðgnanna.

Samkvæmt fregnum BBC eru mæðgurnar á ótilgreindum stað. 

Fatemah tjáði sig á Twitter fyrir stundu: „Við höfum orðið fyrir árás. Við getum ekki farið neitt og hver mínúta er eins og dauðinn. Biðjið fyrir okkur. Bless.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert