Hryllingshús Joseph Fritzl selt

Húsið þar sem Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í …
Húsið þar sem Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár. AFP

Húsið þar sem hinn alræmdi Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í kjallaranum í 24 ár hefur verið selt. Þar verða leigðar út íbúðir.

Kráareigandinn Herbert Houska keypti húsið ásamt eiginkonu sinni Ingrid og viðskiptafélaga þeirra.

„Það getur ekki staðið tómt að eilífu. Við þurfum að glæða það lífi. Eftir tvö ár verður það eins og hvert annað hús,“ sagði Houska við austurrískan fjölmiðil.

Húsið kostaði 19 milljónir króna. Því verður breytt í íbúðir sem verða notaðar af starfsfólki á krá Houska. „Við höfum líka fengið fyrirspurnir frá öðrum leigjendum sem vilja flytja inn,“ sagði hann.

Fritzl eignaðist sjö börn með dóttur sinni Elisabeth í kjallaranum. Ekki verður þó hægt að leigja kjalllarann út því hann var fylltur af steypu árið 2013.

Frétt mbl.is: Kjallari húss Fritzl fylltur af steypu

Fréttamenn fyrir utan húsið árið 2008.
Fréttamenn fyrir utan húsið árið 2008. AFP

Martröð Elisabeth lauk árið 2008 eftir að  flytja þurfti elsta barn þeirra, sem þá var 19 ára, á sjúkrahús.

Fritzl, sem er 81 árs, var fundinn sekur árið 2009 um að hafa myrt eitt af börnum þeirra, um sifjaspell og þrjú þúsund nauðganir. Hann hlaut lífstíðarfangelsi.

Margir hafa velt fyrir sér örlögum hússins en upphaflega óttuðust yfirvöld að ferðamenn yrðu tíðir gestir þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert