Ráðfærði sig ekki við utanríkisráðuneytið

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump ráðfærði sig ekki við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna áður en hann byrjaði að tala við erlenda þjóðarleiðtoga, að sögn John Kerry, utanríkisráðherra. Kínverjar hafa kvartað formlega yfir því að Trump hafi talað við forseta Taívan í síma en þeir telja landið tilheyra Kína.

Kerry var spurður út í uppákomuna þegar Trump hringdi í Tsai Ing-wen, forseta Taívan, í síðustu viku. Bandarísk stjórnvöld viðurkenna ekki sjálfstæði Taívan og gramdist kínverskum stjórnvöldum símtalið.

Frétt Mbl.is: Kínverjar ósáttir við símtal Trumps

Kerry segir að Trump hefði ekki ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en hann byrjaði að tala við þjóðarleiðtoga.

„Það hefur ekki verið haft samband við okkur fyrir nein þessara samtala. Við höfum ekki verið beðin um umræðuefni,“ segir Kerry. Mike Pence, verðandi varaforseti, hafi aftur á móti nýtt sér aðstoð ráðuneytisins.

Frétt Mbl.is: Pence: einfaldlega „kurteisisspjall“

Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir forsetann verðandi hins vegar nýta sér ýmsar heimildir, þar á meðal utanríkisráðuneytið og leyniþjónustuna.

„Hann les allt. Hann er uppteknasti maðurinn á jörðinni. Hann hefur verið meira eða minna í nokkurn tíma,“ segir hún við CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert