Trump skipar Carson sem ráðherra

Ben Carson við ræðuhöld á fjöldafundi Trumps fyrir kosningarnar.
Ben Carson við ræðuhöld á fjöldafundi Trumps fyrir kosningarnar. AFP

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið fyrrverandi keppinaut sinn, Ben Carson, til að gegna embætti ráðherra húsnæðis- og þéttbýlisþróunarmála.

Carson, sem áður starfaði sem taugaskurðlæknir, keppti við Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar.

„Ben Carson er afburðasnjall og hefur ástríðu fyrir því að styrkja samfélög og fjölskyldurnar innan þeirra samfélaga,“ segir Trump í tilkynningu.

„Við höfum rætt lengi saman um stefnu mína um endurnýjun þéttbýlis og endurlífgun efnahagsins, sem beinist mjög mikið að borgarkjörnunum okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert