Komu upp barnaþorpi í Damaskus

Pláss er fyrir 150 börn í nýja barnaþorpinu í Damaskus.
Pláss er fyrir 150 börn í nýja barnaþorpinu í Damaskus.

SOS Barnaþorp hafa opnað nýtt þorp fyrir 150 munaðarlaus og yfirgefin börn í Damaskus í Sýrlandi. Um er að ræða börn sem misst hafa foreldra sína í stríðinu eða orðið viðskila við þá og þurfa á nýju heimili að halda. Einnig munu nokkur börn sem áður bjuggu í SOS Barnaþorpinu í Aleppo flytja í þorpið, en þau neyddust til að yfirgefa Aleppo vegna stríðsástandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Börnin sem eignast heimili í nýja þorpinu eru á öllum aldri en eiga það sameiginlegt að hafa upplifað hörmungar síðustu ár. Börn sem búa við stríðsástand glíma oft við kvíðaraskanir og þunglyndi og því er mikilvægt að þau fái aðstoð við hæfi í barnaþorpinu.

Samtökin eru sem stendur einu hjálparsamtökin í Sýrlandi sem gefa munaðarlausum og yfirgefnum börnum, ný heimili og fjölskyldu. Samtökin sinna einnig neyðaraðstoð í Sýrlandi og er áherslan lögð á aðstoð við börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert