Réttað yfir bróður samfélagsmiðlastjörnunnar

Qandeel Baloch í júní á þessu ári.
Qandeel Baloch í júní á þessu ári. AFP

Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch, hefur verið ákærður fyrir morðið á henni. 

Muhammad Waseem viðurkenndi að hafa kyrkt hina 26 ára gömlu Baloh, sem skaust upp á stjörnu­him­in­inn fyr­ir að birta sjálfs­mynd­ir og mynd­bönd af sér á sam­fé­lags­miðlum. Mörg­um þótti það ögr­un í landi þar sem flest­ir eru múslim­ar.

Hann viðurkenndi að hafa drepið systur sína en sagði að hann hefði gert það heiðursins vegna; hún hefði sett svartan blett á fjölskylduna með „óþolandi“ hegðun sinni.

Waseem segist ekki sjá eftir gjörðum sínum. Hundruð kvenna eru myrt á hverju ári í Pak­ist­an til að verja „heiður“ fjöl­skyld­unn­ar.

Waseem kom fyrir dómara í gær ásamt frænda sínum, Haq Nawaz. Lögregla sakar Nawaz um að vera vitorðsmaður Waseem en útskýrði það ekki nánar. Öðrum manni, leigubílstjóra að nafni Adbul Basit, var sleppt úr haldi eftir að tryggingagjald var greitt.

Qand­eel Baloch var 26 ára og fræg á landsvísu fyr­ir djarf­ar mynd­ir og texta sem hún birti á sam­fé­lags­miðlum. Að mati sumra var hún full­trúi nýrr­ar kyn­slóðar í Pak­ist­an sem þorði að tjá sig um það sem brann á henni. Hún var jafn­framt full­trúi ungra stúlkna í land­inu sem hef­ur svo lengi verið haldið niðri og hafði oft gagn­rýnt feðraveldið sem stjórn­ar öllu í Pak­ist­an. 

Svo­kölluð „heiðurs­morð“, þar sem kon­ur eru drepn­ar af ætt­ingj­um sín­um, eru nokkuð al­geng í Pak­ist­an en lög í landinu voru samþykkt í byrj­un mánaðar­ins sem banna slík morð. Áður en lög­in sem bönnuðu heiðurs­morð voru samþykkt gátu ein­stak­ling­ar sem frömdu heiðurs­morð gengið laus­ir ef ætt­ingj­ar fórn­ar­lambs­ins höfðu fyr­ir­gefið þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert