Tveir myrtir við skóla í Kristiansand

google

Táningur og kona fimmtugsaldri voru drepin í nágrenni skóla í Kristiansand í Noregi síðdegis í gær. Norska lögreglan leitar nú árásarmannsins eða árásarmannanna og hefur beðið alla þá sem staddir voru í nágrenni Wilds Minne-skólans um fjögurleytið í gær að gefa sig fram.

Það var tíu mínútur yfir fjögur í gær sem Tone Ilebek og hinn fjórtán ára gamli Jacob Abdullahi Hassan fundust liggjandi í blóði sínu í nágrenni skólans. Þau voru flutt á sjúkrahús með hraði, þar sem þau létust skömmu síðar af sárum sínum.

Allt lögreglulið Kristianasand hefur tekið þátt í leitinni að árásarmanninum og var hans leitað í alla nótt. Á fundi með fréttamönnum nú í morgun sagðist lögregla ekki hafa neinn grunaðan vegna morðanna, en að allir þeir sem hefðu verið staddir í nágrenni skólans þegar árásirnar áttu sér stað væru beðnir um að gefa sig fram.

„Við teljum að einstaklingar sem enn hafa ekki gefið sig fram hafi verið á svæðinu og við biðjum þá að hafa samband,“ hefur norska TV2 sjónvarpsstöðin eftir Terja Kaddeberg Skaar, yfirmanni rannsóknarlögreglunnar í Agder-lögreglumdæminu.

„Enginn hefur enn verið handtekinn. Við höfum ekki sterkar vísbendingar gegn neinum einum, eða fleiri einstaklingum.“

Engin tengsl eru milli þeirra Ilbek og Hassans og lögregla segist ekki vita hvers vegna þau voru stödd við skólann. „Lögregla vinnur út frá nokkrum tilgátum sem ég get ekki tjáð mig um frekar núna,“ sagði Skaar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert