15 ára játar morðin í Kristiansand

Tone Ile­bek og Jacob Abdulla­hi Hass­an fundust liggjandi í blóði …
Tone Ile­bek og Jacob Abdulla­hi Hass­an fundust liggjandi í blóði sínu við Wilds Minne skólann á mánudag. Ljósmynd/Lögreglan í Kristiansand

15 ára unglingur hefur viðurkennt að hafa myrt með hnífi konu á fimmtugsaldri og 14 ára dreng í Kristiansand í Noregi á mánudag. Að sögn norsku lögreglunnar tilheyrðu drengirnir tveir sama kunningjahópi, en ekkert bendir hins vegar til að þeir hafi þekkt til konunnar.

Það var tíu mín­út­ur yfir fjög­ur í á mánudagseftirmiðdag sem þau Tone Ile­bek og hinn fjór­tán ára gamli Jacob Abdulla­hi Hass­an fund­ust liggj­andi í blóði sínu í ná­grenni Wilds Minne-skól­ans í Kristiansand. Þau voru flutt á sjúkra­hús með hraði, þar sem þau lét­ust skömmu síðar af sár­um sín­um.

Frétt mbl.is: Tveir myrtir við skóla í Kristiansand

Allt lög­reglulið Kristianasand tók þátt í leit­inni að árás­ar­mann­in­um og báðu lögregluyfirvöld í gær þá sem verið hefðu í nágrenni skólans að gefa sig fram.

Það var svo um níuleytið í gærkvöldi, rúmum sólarhring eftir að morðin voru framin, sem lögreglan handtók árásarmanninn. Fréttastofa norska ríkissjónvarpsins NRK hefur eftir lögregluyfirvöldum að 15 ára drengur hafi játað að hafa stungið tvo einstaklinga með hnífi og gat hann veit ítarlega lýsingu á atvikinu, sem Terje Skaar yfirmaður rannsóknarlögreglu í umdæminu segir lögreglu taka trúanlega.

Skaar segir drengina tvo hafa tilheyrt sama kunningjahópi, en að ekkert bendi til að árásarmaðurinn hafi þekkt Ilbekk, sem var úti að viðra hund sinn þegar hún var myrt.

Lögregla telur drengina hafa verið báða um borð í strætisvagni sem ók að skólanum á mánudag, en sjónarvottur segist hafa séð norskan dreng ganga frá stoppistöðinni í átt að skólanum stuttu áður en morðin voru framin.

Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um ástæður árásanna, en hefur sagt drenginn hafa veit ítarlega skýringu við yfirheyrslur. Hún telur ekki fleiri eiga aðild að árásunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert