Banna fóstureyðingar þegar hjartsláttur finnst

Planned Parenthood er stofnun sem býður konum meðal annars upp …
Planned Parenthood er stofnun sem býður konum meðal annars upp á fóstureyðingar. AFP

Fóstureyðingar verða bannaðar um leið og hjartsláttur finnst í fóstri, oftast þegar þau eru sex vikna gömul, verði frumvarp sem lagt var fram í Ohio-ríki í Bandaríkjunum í dag að lögum.

Var frumvarpinu bætt við á síðustu stundu þar sem fjallað var um misnotkun gegn börnum. Engar undanþágur eru í frumvarpinu í tilfellum þar sem barn hefur komið undir eftir nauðgun.

Verði frumvarpið samþykkt gætu læknar átt von á eins árs fangelsi framkvæmi þeir fóstureyðingu eftir að hjartsláttur finnst, eða athugi ekki hvort hjartsláttur finnist áður en fóstureyðing er framkvæmd.

Verði lögin samþykkt eru það ströngustu fóstureyðingalög í Bandaríkjunum. Konum yrði þá bannað að eyða fóstri áður en margar átta sig á því að þær séu með barni.

„Eftir mörg ár þar sem lög um bann við fóstureyðingum hefur verið samþykkt undir því yfirskyni að verið sé að verja heilsu kvenna og öryggi sýna menn sitt rétta eðli; að banna fóstureyðingar í þessu ríki,“ sagði Dawn Laguens, aðstoðarframkvæmdastjóri Plann­ed Par­ent­hood. 

Plann­ed Par­ent­hood er stofn­un sem ekki er rek­in í hagnaðarskyni og veit­ir kon­um heilsu­gæslu á sviði kyn­heil­brigðis. Hún býður meðal ann­ars upp á fóst­ur­eyðing­ar og hef­ur talað fyr­ir rétti kvenna til þeirra.

Frétt The Huffington Post um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert