Renzi hættur sem forsætisráðherra

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. AFP

Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, sagði formlega af sér embætti í dag en hann hafði heitið því að gera það ef hann yrði undir í þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu um síðustu helgi um breytingar á stjórnskipan landsins. Breytingunum, sem Renzi barðist fyrir, var hafnað,

Renzi hafði í hyggju að segja af sér strax og niðurstöður þjóðaratkvæðisins lægju fyrir en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, bað hann um að fresta því þar til öldungadeild ítalska þingsins hefði afgreitt fjárlagafrumvarp næsta árs sem hún gerði fyrr í dag.

Mattarella hyggst ræða við forystumenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á ítalska þinginu á morgun um myndun starfsstjórnar í kjölfar afsagnar Renzis sem starfa mun þar til mynduð hefur verið ný varanleg ríkisstjórn eða þar til nýjar þingkosningar fara fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert