Time velur Trump mann ársins

Tímaritið Time hefur valið Donald Trump mann ársins 2016. Trump vann sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í kosningunum í nóvember. 

Trump sagði við NBC, stuttu eftir að Time tilkynnti um ákvörðun sína, að sér þætti þetta mikill heiður og að val Time skipti hann miklu máli.

Trump var valinn úr hópi nokkurra sem þóttu koma til greina. Í hópnum voru m.a. Hillary Clinton og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Hillary Clinton kom næst á eftir Trump að mati blaðsins.

Time rökstyður val sitt meðal annars með því að Trump hafi breytt bandarískum stjórnmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert