Tímabundið hlé í Aleppo

Almennir borgarar eru farnir að streyma frá Aleppo.
Almennir borgarar eru farnir að streyma frá Aleppo. AFP

Sýrlenski herinn hefur frestað hernaðaraðgerðum í austurhluta Aleppo, samkvæmt því sem Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir.

Ætlunin er að hleypa óbreyttum borgurum sem fastir eru á stríðssvæðinu burt. Lavrov sagði að líklega myndu 8.000 manns komast burt úr austurhlutanum. Und­an­farn­ar þrjár vik­ur hef­ur stjórn­ar­her­inn náð sí­fellt fleiri hverf­um í Al­eppo á sitt vald á nýj­an leik og er talið að um 80% borg­ar­inn­ar séu und­ir yf­ir­ráðum hers­ins.

Forseti Sýrlands, Bash­ar al-Assad, hefur lýst því yfir að sigur í Aleppo sé stórt skref í átt að stríðslokum í landinu en borgarastríð hefur geisað í landinu í meira en fimm ár.

„Við krefjumst þess að óbreyttir borgarar fái að komast burt án þess að vera í lífshættu. Blóðbaðið þarf að hætta,“ sagði Brita Haji Hassan, for­seti borg­ar­stjórn­ar Al­eppo.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Banda­ríkj­anna, John Kerry, og Rúss­lands, Ser­gei Lavr­ov, hittust á fundi í Ham­borg í Þýskalandi í dag til þess að ræða um mögu­legt vopna­hlé í Al­eppo en Rúss­ar eru helstu banda­menn Sýr­lands­stjórn­ar í bar­átt­unni við stjórn­ar­and­stæðinga.

Frétt BBC.

Fólk flýr og tekur með sér það sem það getur.
Fólk flýr og tekur með sér það sem það getur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert