Hundruð karla og drengja frá Aleppo saknað

Hluti íbúa Bab al-Hadid-hverfisins í austurhluta Aleppo, sem stjórnarherinn hefur …
Hluti íbúa Bab al-Hadid-hverfisins í austurhluta Aleppo, sem stjórnarherinn hefur náð á sitt vald, sést hér snúa heim undir vökulu auga stjórnarhersins. AFP

Hundruð drengja og karlmanna er nú saknað, en þeir höfðu allir flúið svæði uppreisnarmanna í austurhluta Aleppoborgar yfir á svæði stjórnarhersins, að því er fréttavefur BBC hefur eftir talsmanni mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Sýrlenski stjórnarherinn hefur nú náð rúmlega 75% af austurhluta borgarinnar á sitt vald í áhlaupi undanfarinna vikna. Tugir þúsunda hafa flúið átökin í borgarhlutanum og yfirgáfu m.a. um 8.000 manns borgarhlutann er hlé var gert á árásum í gær. 3.000 börn voru í þeim hópi.

Uppreisnarmenn eru þó sagðir hindra íbúa í að yfirgefa þau svæði sem enn eru á þeirra valdi. Sagði Robert Colville, talsmaður mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, á fundi í Genf nú fyrir skemmstu að allt að 100.000 manns væru enn lokuð inni á síminnkandi umráðasvæði uppreisnarmanna.

Uggandi um öryggi drengjanna

Upplýsingum ber þó ekki saman um hve margir hafi flúið borgarhlutann, né heldur hve margir eru þar enn innilokaðir. Colville sagði Sameinuðu þjóðirnar þó hafa sannanir fyrir því að hundruð karla og drengja kunni að hafa horfið eftir að hafa farið yfir á þau svæði sem stjórnarherinn hefur á sínu valdi.

Sagði Colville, „hræðilegt orðspor“ Sýrlandsstjórnar varðandi handahófskenndar handtökur vekja mönnum ugg varðandi öryggi þeirra sem horfið hafa.

Sýr­lenski stjórn­ar­her­inn hef­ur látið sprengj­um rigna yfir hverfi sem eru und­ir yf­ir­ráðum stjórn­ar­and­stæðinga í Al­eppo í dag þrátt fyr­ir að Rúss­ar hafi til­kynnt form­lega um tíma­bundið vopna­hlé í borg­inni.

Hlé var gert á loft­árás­um í borg­inni í nótt en ekk­ert lát var á sprengjuregn­inu á jörðu niðri í alla nótt og í morg­un, að sögn tals­manna mannúðarsam­tak­anna Syri­an Observatory for Hum­an Rights. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert