Hætti að syngja í miðju lagi

Patti Smith grefur andlit sitt í höndunum eftir að hafa …
Patti Smith grefur andlit sitt í höndunum eftir að hafa verið slegin út af laginu við athöfnina í Stokkhólmi í dag. AFP

Bandaríska söngkonan Patti Smith hætti skyndilega söng sínum í athöfn til heiðurs Bob Dylan, handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels í ár. Athöfnin fór fram í Stokkhólmi og bað Smith um 1.500 gesti afsökunar.

Í fréttum Sky og NRK um málið segir að svo virðist sem Smith hafi annaðhvort ekki munað textann eða þá að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði við flutninginn. Dylan var ekki viðstaddur athöfnina.

„Ég biðst afsökunar, ég er svo stressuð,“ sagði Smith og bað hljómsveitina að byrja aftur á laginu. Gestir tóku þessu vel og klöppuðu henni lof í lófa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert