Pútín afþakkaði hund að gjöf

Pútín með hundunum sínum Yume (t.v.) og Buffy.
Pútín með hundunum sínum Yume (t.v.) og Buffy. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti afþakkaði hund að gjöf frá japönsku ríkisstjórninni. Þetta staðfestir þingmaður stjórnarinnar við BBC. Hann gaf þó enga skýringu á ákvörðun Pútíns.

Japanir gáfu Pútín tíkina Yume árið 2012. Hundurinn sem hann átti nú að fá átti að verða félagi hennar. 

Ef Pútín hefði þegið gjöfina hefði hann fengið hundinn afhentan á ráðgerðum fundi með forsætisráðherra Japans í næstu viku.

Pútín á einnig hundinn Buffy sem hann fékk að gjöf frá forsætisráðherra Búlgaríu árið 2010. Þá átti hann einn hund til viðbótar, Labrador-hundinn Konni sem hann fékk frá varnarmálaráðherra Rússlands. Konni drapst hins vegar árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert